Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar leitast við að fá skjöl frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum til varðveislu. Ef skjölin innihalda viðkvæmar upplýsingar er hægt að gera aðgangssamning að safninu sem afhent er. Sá sem afhendir getir lokað fyrir aðgang að skjölunum í vissan tíma eða sett fyrirvara um hverjir megi hafa aðgang að skjölunum.
Ef einstaklingur hefur skjöl í fórum sínum sem hann telur hafa varðveislugildi, má endilega hafa samband við héraðsskjalasafnið.
eyðublað fyrir afhendingu einkaskjala