Um héraðsskjalasafnið

Passíusálmar úr Hraunasafninu
Passíusálmar úr Hraunasafninu

Það var þann 18. ágúst 1984 sem Héraðsskjalasafn Siglufjarðar var stofnað. Þá var Óli Blöndal starfandi bókavörður og var það fyrir atbeina hans sem farið var í að leita leiða til að hægt væri að stofna héraðsskjalasafn á Siglufirði. Aðdragandinn var nokkuð langur því það var árið 1977 sem bókasafnsstjórnin sem Þ. Ragnar Jónasson var í forsvari fyrir, ritaði bréf til Bæjarstjórnar Siglufjarðar og óskaði eftir viðbótarhúsnæði fyrir minningarstofu um séra Bjarna Þorsteinsson og skjalasafn einnig. Bæjarstórninn tók vel í þetta og var helmingur af annarri hæð ráðhússins látin í té. Með tilkomu héraðsskjalasafnsins var tryggt að  miklar og sögulegar heimildir glötuðust ekki. Hafin var skipulögð leit árið 1978 undir stjórn Frosta Jóhannsonar þjóðháttarfræðings, í öllum bröggum og gömlum húsum. Verslunarbækur og og önnur gögn komu fram í dagsljósið og eru öll þessi gögn skráð í dag. Það var svo við sameiningu kaupstaðanna Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem héraðsskjalasafn Fjallabyggðar varð til.